Iðjuþjálfi veitir úttekt á vinnustöðum í formi fræðslu og ráðgjafar með það að markmiði að auka úthald og vellíðan í vinnu. Veitt er fræðsla um líkamsbeitingu við vinnu, farið yfir stoðkerfisþætti, ráðgjöf veitt varðandi lýsingu og birtu í vinnuumhverfi ásamt fræðslu um hvíldartíma og hvíldaræfingar. Boðið er uppá fræðslu fyrir starfshópa, einstaklingsráðgjöf eða sambland af hvoru tveggja, allt eftir þörfum hverju sinni.
Vinsamlegast hafið samband við iðjuþjálfa til að fá tilboð í úttekt á vinnustað.
Sjá nánarIðjuþjálfi hvetur einstaklinga til að leita lausna og veitir viðeigandi ráðgjöf og stuðning í þeim tilgangi að efla einstakling við að ná settu marki.
Nákvæmt mat er gert á getu viðkomandi og áhuga, iðju hans og aðstæðum. Í kjölfarið er gerð íhlutunaráætlun sem felur í sér m.a. að efla einstaklinga til þátttöku í starfi, leik og skyldum, koma á auknu jafnvægi í daglegu lífi, læra orkusparandi aðferðir, efla áhugahvöt ásamt því að bæta rútínu og virkni. Leiðir að aukinni þátttöku eru einstaklingsbundnar og geta ýmist falið í sér að bæta færni eða aðlaga umhverfið eins og með breyttu skipulagi við vinnu, nám eða leik og í einhverjum tilfellum með notkun hjálpartækja.
Sjá nánarVinnustaða- og heimilisathugun er iðjuþjálfun sem er veitt í nærumhverfi einstaklings þar sem markmiðið er að styðja og efla færni fólks og þátttöku.
Með vinnustaða- og heimilisathugun er unnið að því í nærumhverfi einstaklings að efla sjálfstæði og færni viðkomandi ásamt því að auka þátttöku. Verið er að horfa til þátta í umhverfinu sem draga úr færni viðkomandi til að geta stundað þá iðju sem er honum mikilvæg.
Með íhlutun í nærumhverfi einstaklings er verið að aðlaga aðstæður að viðkomandi þannig að hann geti verið þátttakandi í þeirri iðju sem hann vill sinn og umhverfið og aðstæður ýti undir og efli þá færni sem einstaklingur býr yfir.
Sjá nánarMarkmið námskeiðsins er að vekja einstakling til umhugsunar um þá iðju sem hann er að stunda, forgangsraða þeim verkefnum sem skipta máli, koma á rútínu og vera við stjórn í daglegu lífi.
Um er að ræða hópnámskeið sem fylgt er eftir með einstaklingstímum hjá iðjuþjálfa. Markmiðið með eftirfylgdinni er að hver og einn fái aðstoð við að yfirfæra efni námskeiðsins á sitt daglega líf og prufa sig áfram með þau verkfæri og leiðir sem þau telji að henti til venjubreytinga og koma á rútínu sem er bæði heilsueflandi og styður við jafnvægi í daglegu lífi.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar
Sjá nánarNafnið á námskeiðinu Vilji, verk og hönnun er vísun í vilja til að breyta, skoða hlutverk og verkefni sem hver og einn ber ábyrgð á og hanna eigin rútínu sem styður eflingu eigin heilsu.
Kynntar eru aðferðir til að skoða og endurmeta daglegar venjur, skoða hlutverk og skyldur ásamt því að sjá hvaða áhrif hver og einn getur haft á sína rútínu og aukið þar með þátttöku í samfélaginu.
Hver tími samanstendur af fræðslu og kynningu á verkfærum eða aðferðum sem hægt er að tileinka sér og nýta í sjálfsskoðun með það að markmiði að vera virkur í sinni endurhæfingu sem og stefna á þátttöku í samfélaginu.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar
Sjá nánar