Rakel Björk Gunnarsdóttir

Employee

Hjá Iðjusetrinu starfar Rakel Björk Gunnarsdóttir, iðjuþjálfi. Rakel hefur margra ára starfsreynslu sem iðjuþjálfi og hefur ýmist sinnt ráðgjöf, þjálfun eða meðferð bæði fullorðna og barna. Rakel lauk BSc gráðu í iðjuþjálfunarfræðum árið 2006 ásamt því að hafa lokið grunnámi í markþjálfun og námskeiði í áhugahvetjandi samtalstækni. Hún hefur sótt reglulega fræðslu, námskeið tengt sínu starfi og ráðstefnur hérlendis og erlendis.

Rakel hefur yfir 15 ára reynslu í starfi sem iðjuþjálfi. Hún hefur komið að uppbyggingu þjónustu, stýrt ólíkum verkefnum og fylgt þeim eftir ásamt því að hafa sett á laggirnar og veitt fjölbreytta fræðslu í sínu fagi. Rakel hefur reynslu í íhlutun/þjónustu fyrir ólíka hópa, komið að mótun einstaklingsmiðaðrar þjónustu, sett upp áætlun og sinnt þjálfun. Rakel hefur mikla reynslu af teymisvinnu, hefur góða og víðtæka þekkingu innan heilbrigðiskerfisins, komið að uppbyggingu og samstarfi milli þjónustukerfa og komið að mati á þjónustuþörf.

Rakel hefur haft mikinn áhuga á vinnuvistfræði og tileinkað sér slík fræði ásamt því að veita fræðslu þegar kemur að líkamsbeitingu við störf. Í hennar störfum sem iðjuþjálfi hefur hún þó nokkra reynslu þessu tengdu, leiðbeinti m.a. í Verkjaskóla á Reykjalundi sem og hefur verið með fræðslu og ráðgjöf fyrir samstarfsfólk. Þar fyrir utan sækir hún fræðslu og námskeið þess efnis í gegnum erlenda endurmenntunarsíðu fyrir iðjuþjálfa.

Ferilskrá

2022- Iðjusetrið

Stofnandi og eigandi iðjusetursins sem veitir ráðgjöf, þjálfun og þjónustu fyrir börn og fullorðna. .

2014-2022 VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Starfaði sem ráðgjafi hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Hlutverk ráðgjafa var að styðja við einstaklinga sem af heilsufarsástæðum gátu ekki stundað vinnu.

2009-2012 Heilsugæslan Grafarvogi - Meðferðateymi barna

Bar ábyrgð á skipulagi og framkvæmd iðjuþjálfunar ásamt því að veita skjólstæðingum og samstarfsfólki faglega þjónustu í samræmi við tilgang og markmið meðferðateymis barna. Helstu verkefni voru m.a. að meta getu og hæfni barna og/eða fjölskyldna þeirra í daglegu starfi ásamt því að veita einstaklings-, hópa og fjölskylduráðgjöf/meðferð.

2006-2009 Reykjalundur

Starfaði sem iðjuþjálfi á Geðsviði Reykjalundar. Bar ábyrgð á einstaklings- og hópaþjálfun í samstarfi við næsta yfirmann. Hélt námskeið og fræðslu fyrir skjólstæðinga. Stofnsetti og leiddi m.a. námskeiðið "Sjálfsefling og samskipti".

Námskeið

  • Skólafærniathugun 2010
  • Áhugahvetjandi samtalstækni, fyrri hluti, 2015
  • Markþjálfun á vegum Profectus 2019
  • Fyrirtæki og rekstur haustönn 2020 - Endurmenntun Hí
  • Bókhald og rekstur- Frami 2021

Fræðsla/ráðstefnur

  • Ergonomics and pain 2022
  • Work from Wherever: Ergonomic tips for a safe & healthy Workstation Set Up at Home 2022
  • Ráðstefna “Adapting to rapid changes in todays workplace” 2018
  • Ráðstefna Iðjuþjálfafélags Íslands 2006, "Lifa, vinna og njóta lífsins".
  • Ráðstefna Hugarafls 2007, "Valdefling í verki".
  • Ráðstefna Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) 2011, "Frá vanda til lausnar"
  • Fræðadagar heilsugæslunnar 2010 og 2011.