Gildi er það hversu mikið vægi eða verðmæti eitthvað hefur fyrir viðkomandi. Í þjálfun og ráðgjöf iðjuþjálfa er tekið mið af gildum hvers og eins.
Algengt er að iðjuþjálfar starfi með hópum og veiti fræðslu og ráðgjöf sem snýr að breyttum lífsháttum, svo sem til að sporna við vinnuálagi, breyta vinnuaðstöðu og hafa stjórn á streitu í daglegu lífi.
Iðjuþjálfun er gagnleg þegar erfiðleikar koma upp sem hafa áhrif á daglega iðju fólks. Lagt er upp með að einstaklingur geti viðhaldið daglegum venjum eins og að stunda vinnu eða skóla, sinnt tómstundaiðju og áhugmálum ásamt því að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini.